Nú um helgina voru landsliðsmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson á ferðinni í ACB deildinni á Spáni. Jón og félagar í Zaragoza töpuðu stórt á útivelli en Haukur og Manresa unnu tveggja stiga sigur á Caja Laboral.
Joventut 85-63 CAI Zaragoza
Jón Arnór var í byrjunarliðinu en honum tókst ekki að skora á þeim tæpu 27 mínútum sem hann lék í leiknum. Jón tók eitt teigskot og þrjá þrista og eitt frákast.
 
Manresa 72-70 Caja Laboral
Haukur Helgi kom ekki við sögu í leiknum en stigahæstur hjá Manresa var Sergiy Gladyr með 18 stig.
 
nonni@karfan.is