Heilir ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt, CP3 kláraði Oklahoma, Hayward skellti niður 29 stigum gegn Rockets og Kevin Love fékk olnbogaskot og varð að yfirgefa völlinn með heilahristing. Karfan.is hefur ekki heimildir fyrir því hvort Minnesota ætli að kæra olnbogakotið…
Oklahoma 98-100 LA Clippers
Chris Paul gerði 31 stig og tók 6 stig í liði Clippers og Blake Griffin daðraði við þrennuna með 16 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá Oklahoma var Kevin Durant með 22 stig og 9 fráköst. Paul gerði sigurstigin með gegnumbroti þegar 8,8 sekúndur voru til leiksloka en Kevin Durant reyndi svo að stela sigrinum fyrir Oklahoma með þrist sem vildi ekki niður.
 
Houston 91-103 Utah
Gordon Hayward setti 29 stig á Houston og gaf 6 stoðsendingar en Goran Dragic var með 19 stig og 7 stoðsendingar í liði Houston.
 
Denver 113-107 Minnesota
Kevin Love varð að yfirgefa leikinn eftir átta mínútur með heilahristing eftir olnbogaskot. Anthony Randolph steig upp í liði Minnesota í fjarveru Love og gerði 28 stig komandi af bekknum en það dugði ekki til. Ty Lawson var svo stigahæstur í sigurliði Nuggest með 24 stig og 8 fráköst.
 
San Antonio 84-98 LA Lakers
Andrew Bynum var ekkert að gantast og reif niður 30 fráköst fyrir Lakers! Hann gerði einnig 16 stig í leiknum en stigahæstur gestanna var Metta World Peace með 26 stig en Lakers léku án Kobe Bryants sem er að glíma við smávægileg meiðsli. Danny Green var eini með lífsmarki hjá Spurs og skoraði 22 stig í leiknum.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Toronto 75-93 Philadelphia
Cleveland 98-104 Indiana
Boston 88-86 Atlanta
Memphis 104-93 Phoenix
Milwaukee 107-111 New York
New Orleans 105-96 Sacramento
Portland 118-110 Golden State
 
Mynd/ Kevin Love varð frá að víkja í nótt með heilahristing.
 
nonni@karfan.is