KR og Þór Þorlákshöfn mætast í sínum þriðja leik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 í DHL-Höllinni í vesturbænum en staðan í einvíginu er jöfn, 1-1.
 
KR vann fyrsta leikinn með magnaðri lokakörfu frá Joshua Brown en Þórsarar kvittuðu fyrir sig í leik tvö með stórsigri þar sem nýjum leikmanni var telft fram í stað Matthew Hairston sem er meiddur.
 
Hvað verður á boðstólunum í kvöld? Mætið og sjáið!