Það voru þeir Chris Paul í Los Angeles Clippers og Paul Pierce úr Boston Celtics sem unnu sér inn titilinn leikmenn vikunnar í Austur og Vestudeild NBA fyrir vikuna 26. mars til 1. apríl.  Boston unnu alla fjóra leiki sína á þessu tímabili með Pierce í broddi fylkingar en hann skoraði 25 stig að meðaltali í leik, hirti 8 fráköst og gaf 2,5 stoðsendingar.  Boston endaði vikuna á þægilegum sigri á feiknarsterku liði Miami, 91-72, þar sem Pierce var stigahæstur í liði Boston með 23 stig.  
 Chris Paul eða CP3 eins og hann er einnig þekktur hefur farið fyrir Los Angeles Clippers á þeirra lengstu sigurgöngu í áraraðir.  Liði hefur unnið seinustu 6 leiki, þar af fjórir sigurleikir á þessu tímabili.  Paul hefur skorað 21,5 stig með stórkostlega, 56 % nýtingu, í þessum fjórum leikjum.  Paul er einna þekktastur fyrir magnaðar stoðsendingar en hann gaf 11,3 slíkar að meðaltali í þessum fjórum leikjum.