Það verða Njarðvík og Haukar sem mætast í úrslitum Iceland Express-deildar kvenna. Fyrsti leikurinn er á morgun, miðvikudag, í Njarðvík þar sem bikarmeistarar UMFN hafa heimaleikjaréttinn í seríunni. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari en þetta er annað árið í röð sem Njarðvíkingar leika til úrslita.
Úrslit:
1. leikur Miðvikudaginn 4. apríl kl. 19.15 Njarðvík-Haukar
2. leikur Laugardaginn 7. apríl kl. 16.00 Haukar-Njarðvík
3. leikur Miðvikudaginn 11. apríl kl. 19.15 Njarðvík-Haukar
4. leikur Laugardaginn 14. apríl kl. 16.00 Haukar-Njarðvík EF ÞARF
5. leikur Þriðjudaginn 17. apríl kl. 19.15 Njarðvík-Haukar EF ÞARF
 
Mynd/ Ína María og Njarðvíkingar leika til úrslita gegn Haukum.