Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur komið saman og tekið fyrir kæru sem barst eftir viðureign tvö milli Keflavíkur og Stjörnunnar sem fram fór mánudaginn 2. apríl. Stjarnan kærði atvik úr leiknum þar sem Magnús Þór Gunnarsson leikmaður Keflavíkur fer með olnboga í andlit Marvins Valdimarssonar leikmanns Stjörnunnar. Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KKÍ var eftirfarandi:
Úrskurðarorð:
· Kröfu Keflavíkur um frávísun er hafnað.
 
· Kröfu Stjörnunnar um að Magnús Þór Gunnarsson verði dæmdur í bann vegna atviks í leik Keflavíkur og Stjörnunnar í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik er hafnað.
 
· Kröfu Keflavíkur um ómaksþóknun er hafnað.
 
Í úrskurðinum sjálfum segir að dómari leiksins hafi verið í góðri stöðu til að meta atvikið og telur nefndin að ekki hafi verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að slíkt brot hafi átt sér stað sem ætti að veita hinum kærða agaviðurlög.
 
Hægt er að lesa úrskurðinn í heild sinni hérna.