Í dag mætast Haukar og Njarðvík í sínum fjórða leik í úrslitum Iceland Express deildar kvenna. Leikurinn hefst kl. 16:00 í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði og verður í beinni netútsendingu hjá Haukar TV.
Staðan í einvíginu er 2-1 Njarðvíkingum í vil og dugir þeim sigur í dag til að verða Íslandsmeistarar. Ef Haukar vinna þá jafna þær einvígið og knýja fram oddaleik í Ljónagryfjunni.
 
Leikir liðanna til þessa:
 
Leikur 1: Njarðvík 75-73 Haukar (1-0)
Leikur 2: Haukar 56-74 Njarðvík (2-0)
Leikur 3: Njarðvík 66-69 Haukar (2-1)