Keflvíkingar hafa ákveðið að leggja inn kæru til KKí vegna olnbogaskots frá Fannari Helgasyni að Val Orra Valssyni í leik liðanna í síðustu viku.  Fram hafði komið að Keflvíkingar áætluðu að Stjörnumenn myndu afgreiða málið innan sinna raða. Fannar var sviptur fyrirliðabandinu og það fannst Keflvíkingum ekki nægileg refsing. 
 "Okkur fannst Stjörnumenn ekki hafa tekið nægilega fast á þessum málum og því leggjum við inn þessa kæru. Annars vil ég sem minnst tjá mig um þetta mál að svo stöddu." sagði Birgir Már Bragason varaformaður KKD Keflavíkur. 
 
"Annars er ég þess hugar að KKÍ ætti að enduskoða sína stefnu varðandi þessi mál. Ef það koma upp atvik í leik sem dómarar missa ef en eru til á myndbandsupptöku þá eigi KKÍ að grípa inní líkt og gerist í hinum stóra heimi. Jafnvel að setja á einhverja nefnd sem tæki á slíkum málum." bætti Birgir Már við. 
 
skuli@karfan.is