,,Við vinnum ekki Keflavík í Sláturhúsinu með því að klikka úr opnum skotum og opnum sniðskotum," sagði Marvin Valdimarsson leikmaður Stjörnunnar í samtali við Karfan TV í kvöld. Stjarnan mátti þola ósigur í öðrum leik sínum gegn Keflvíkingum í 8-liða úrslitum og Marvin fékk högg þar sem losnaði um framtönn.