Grétar Ingi Erlendsson steig vel upp í liði Þórs í kvöld og kláraði með 20 stig komandi af bekknum hjá nýliðunum. Grétari fannst litlu hlutirnir í leiknum vera að svíkja Þór og sagði hann KR hafa tekið óþarflega mikið af sóknarfráköstum en þau voru níu talsins og sjö þeirra komu í síðari hálfleik þegar allt var í járnum.