Josh Brown var pollrólegur í leikslok þegar Karfan TV náði tali af honum í DHL höllinni en Brown kláraði Þór Þorlákshöfn með svakalegum þrist og skildi 0,21 sekúndu eftir á leikklukkunni. Enn eina ferðina er Down Town Brown að reynast KR þrautgóður á raunastund og röndóttir leiða 1-0 í einvíginu gegn nýliðum Þórs.