Jóhann Árni Ólafsson var að vonum kátur með sigurinn en sagði við Karfan TV eftir leik að það væri seigla í Stjörnunni og hún ylli því að það væri aldrei hægt að hrista Stjörnuna almennilega af sér eins og sannaðist í kvöld. Grindavík hafði þó að lokum sigur og mæta því Þór Þorlákshöfn í úrslitum Iceland Express deildarinnar.