Henning Henningsson aðstoðarþjálfari Hauka steig um borð í Haukabátinn í febrúarmánuði og síðan þá hefur hann verið Bjarna Magnússyni innan handar allt þar til silfrið varð hlutskipti Hauka í dag. Henning var ánægður með hvernig Haukar svöruðu fjarveru Írisar og Guðrúnar Óskar og bætti m.a. við að Margrét Rósa Hálfdánardóttir hefði nú skipað sér á sess með allra bestu leikmönnum landsins.