Þorleifur Ólafsson fór fyrir Grindavíkurliðinu í kvöld þegar deildarmeistararnir kláruðu Njarðvík 2-0. Þorleifur smellti niður nokkrum langdrægum og reyndist Njarðvíkingum erfiður á lokasprettinum. Hann var ósáttur við hvernig Grindavík kom inn í leikinn en sáttur við fjórða leikhluta.