Garðbæingar voru æfir eftir leik í kvöld þegar Stjarnan mátti þola þá staðreynd að fara í sumarfrí og það á fyrsta degi sumars. Stjarnan tapaði 77-79 gegn Grindavík í undanúrslitarimmu liðanna og einvíginu 3-1. Undir lokin sótti Justin Shouse að körfu Grindavíkur er leiktíminn var við það að renna út. Þar hitti hann fyrir þá Sigurð G. Þorsteinsson og J´Nathan Bullock. Vel má færa rök fyrir því að Shouse hafi átt að fá villu en ekkert var dæmt og þar við situr sama hvað raular og tautar.