Úrslitakeppnin er hafin í Slóvakíu þar sem Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar í Good Angels Kosice fara ósigraðar inn í keppnina. Tvö efstu liðin, Good Angels og MBK Ruzomb, sátu hjá í fyrstu umferð en hafa nú bæði komist í 1-0 í undanúrslitaseríum sínum.
Helena átti fínan leik með Good Angels en hún skoraði 14 stig um helgina í öruggum 88-55 sigri gegn Dannax Sport. Good Angels unnu annan leikhluta 25-9 og litu ekki við eftir það. Good Angels þurfa að vinna þrjá leiki til að komast í úrslitin og í úrslitum þarf einnig að vinna þrjá leiki til að verða meistari í Slóvakíu.
 
Annar leikur liðanna fer fram á miðvikudagskvöld.
 
nonni@karfan.is