Friðrik Ragnarsson hefur ákveðið að venda sínu kvæði í kross og ætlar að skilja við þjálfarastólinn í Njarðvík en hann segist ganga stoltur frá verkefninu því leikmenn liðsins hafi lagt sig alla fram. Friðrik stýrði því Njarðvíkingum í síðasta sinn í kvöl þegar Grindvíkingar sendu grænklædda í sumarfrí. Friðrik sagðist nú ætla að draga sig í hlé og að hann vissi ekki hversu lengi það yrði.