Lele Hardy var vel að því komin þegar hún var í dag útnefnd besti leikmaður úrslitakeppninnar en Njarðvíkingar urðu í dag Íslandsmeistarar í Iceland Express deidl kvenna eftir 3-1 sigur á Haukum í úrslitaseríunni. Hardy lokaði tímabilinu með 26 stig, 21 frákast, 2 stolna bolta og 2 stoðsendingar. Tímabilið hjá Hardy var ekkert slor, 24,3 stig að meðaltali í leik, 17,6 fráköst og 3,9 stoðsendingar og 32,5 að jafnaði í framlag!