Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar sagði við Karfan TV í kvöld að það hafi ekki mikið fallið með Stjörnunni í þessari úrslitakeppni. Eins og gefur að skilja var þessi mikli keppnismaður svekktur með niðurstöðu mála en Garðbæingar eru nú komnir í sumarfrí eftir 3-1 ósigur gegn Grindavík í undanúrslitum Iceland Express deildar karla.