Þór tók á móti Snæfell í oddaleik í 8-liða úrslitum í kvöld í fullri Icelandic Glacial höllinni. Svakaleg stemning var í húsinu og Græni drekinn fór á kostum. Gaman að sjá hversu margir Hólmarar komu í Þorlákshöfn í kvöld og studdu vel við sitt lið.
Leikurinn var mjög kafla skiptur hjá báðum liðum. Það var mjög gaman að sjá karakterinn í Snæfell í 3. leikhluta eftir að Þór komst 15 stigum yfir. Þeir skoruðu þá 26 stig á móti 2 stigum heimamanna. Þórsarar komu svo með þvílíkan karakter til baka og skoruðu 18 – 2 í restina og lönduðu hrikalega sætum sigri. Þórsarar áttu í miklum erfiðleikum með svæðisvörnina hjá Snæfellingum í seinni hálfleik. Þórasarar spiluðu frábæra vörn mest allan leikinn og að halda Snæfell í 65 stigum er mjög gott.
 
Þórsarar eru þar með komnir í undanúrslit og mæta KR. Það verður gaman að sjá hvað gerist í þeim viðreignum.
 
Guðmundur Jónsson þurfti að fylgjast með félögum sínum í Þór Þorlákshöfn af bekknum þegar nýliðarnir sendu Snæfell í sumarfrí. Guðmundur fékk sína fimmtu villu á lokasprettinum en Þórsarar létu það ekki á sig fá og kláruðu leikinn með 13-0 áhlaupi. Þórsarar mæta KR í undanúrslitum og Guðmundur segir að Þórsarar séu engan vegin orðnir saddir og ætli sér að hafa sögubókina þetta tímabilið enn þykkari en nú er orðið.