Atvinnumennirnir okkar erlendis hafa margir hverjir staðið í ströngu síðustu vikur og eru úrslitakeppnir í fullum gangi.  Í Svíþjóð hafa allir íslenskir leikmenn lokið keppni en núna síðast datt Sundsvall Dragons út í átta liða úrslitum gegn LF Basket.
LF Basket hafði betur gegn Sundsvall í oddaleik, 79-88 á heimavelli Sundsvall, í átta liða úrslitum í úrslitakeppni Sænsku deildarinnar.  Jakob Sigurðarson og Hlynur Bæringsson voru báðir í byrjunarliði Sundsvall og voru í lykilhlutverki liðsins að vanda.  Jakob skoraði 15 stig ásamt því að gefa 3 stoðsendingar og Hlynur skoraði 6 stig og hirti 10 fráköst.  Pavel Ermolinskij kom af bekknum en spilaði samt sem áður  28 mínútur í leiknum en hann hefur verið að koma til baka úr meiðslum.  Pavel skoraði 5 stig í leiknum, gaf 4 stoðsendingar og tók 6 fráköst.  Sundsvall hafa því lokið keppni í ár líkt og öll önnur "íslendingalið" í sænska boltanum.  

 

Helena Sverrisdóttir stendur ennþá í ströngu með Good Angels en þar hafa þær náð 2-0 forskoti gegn Dannax Sport.  Leikur tvö fór fram í fyrrakvöld þar sem Good Angels vann mjög öruggan 52 stiga sigur, 46- 98.  Helena og liðsfélagar hennar stefna því hraðleiðina í úrslit og mæta þar annað hvort MBK Ruzomb eða Samorin.  Helena spilaði í 17 mínútur í síðasta leik og skoraði 9 stig, tók 2 fráköst og gaf eina stoðsendingu.  Næsti leikur fer fram 7. apríl næstkomandi á heimavelli Good Angels.  

 

í spænsku deildinni léku Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson báðir með sínum liðum síðastliðna helgi.  Jón Arnór og félagara í Zaragoza töpuðu gegn Murcia með 14 stigum, 76- 62.  Jón Arnór spilaði 29 mínútur í leiknum, skoraði 10 stig og tók 3 fráköst.  Zaragoza er í 10. sæti deildarinnar eftir 14 sigra og 13 tapleiki á tímabilinu.  Haukur Helgi fékk aðeins að spila eina mínútu í leik Manresa gegn Lagun Aro sem eru í fjórða sæti deildarinnar.  Hauki fékk því ekki tækifæri til þess að setja sitt mark á leikinn.  Manresa er sem stendur í 12. sæti deildarinnar 

 

gisli@karfan.is