Ína María Einarsdóttir mun ekki leika meira með Njarðvíkurstúlkum þar sem hún mun halda til Bandaríkjanna í dag. Þetta staðfesti Sverrir Þór Sverrisson í samtali við Karfan.is nú fyrir skömmu.  Ína er búin að vera að fresta þessari ferð allt frá því eftir áramót og gat af einhverjum sökum ekki frestað förinni lengur. 
 "Ína hefur verið að koma af bekknum hjá okkur og skila góðum mínútum og vissulega er þetta slæmt. En hinsvegar er bekkurinn minn troðfullur af flottum leikmönnum. Hér myndast tækifæri fyrir aðra leikmenn sem vafalaust munu nýta sér það." sagði Sverrir Þór þjálfari Njarðvíkur. 
 
Leikur 4 milli Njarðvík og Hauka í úrslitarimmunni hefst í dag á Ásvöllum kl 16:00.