Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í þýska Pro A liðinu MBC tryggðu sér um helgina sæti í þýsku úrvalsdeildinni, Bundesligunni, á næstu leiktíð. Pro A deildin er næstefsta deildin í Þýskalandi og þau lið sem vinna sér sæti í úrslitum deildarinnar fara sjálfkrafa upp í Bundesliguna. MBC mætti Crailsheim Merlins í undanúrslitum deildarinnar og unnu einvígið 3-1 og fjórða leik liðanna á laugardag 75-84.
Hörður lék í tæpar 22 mínútur í leiknum og skoraði 5 stig, gaf 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst. MBC mætir svo VfL Kirchheim Knights í úrslitaseríunni um deildartitilinn í Pro A deildinni.
 
Mynd/ Matthias Kuch
 
nonni@karfan.is