Karfan.is leitaði viðbragða við innsendri kæru Stjörnunnar hjá Hermanni Helgasyni formanni Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur en Keflvíkingar ætla ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Stjarnan hefur kært atvik úr öðrum leik sínum gegn Keflavík í 8-liða úrslitum Iceland Express deildar karla þar sem Marvin Valdimarsson fékk olnboga Magnúsar Þórs Gunnarssonar í andlitið.
,,Við erum búnir að svara kærunni til KKÍ eins og gert er ráð fyrir en við tjáum okkur ekkert frekar um málið að svo stöddu. Við erum bara að einbeita okkur að oddaleiknum, Magnús mun spila, hef ekki trú á öðru," sagði Hermann formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur við Karfan.is áðan.
 
nonni@karfan.is