Matthew Hairston leikur ekki meira með Þór Þorlákshöfn á þessari leiktíð sökum meiðsla. Ljóst hefur verið um nokkurn tíma að Hairston væri ekki í sínu besta standi og nú hafa nýliðarnir frá Þorlákshöfn flogið inn Joseph Henley frá Þýskalandi.
Henley samkvæmt okkar heimildum kemur úr þýsku Pro A deildinni þar sem Hörður Axel Vilhjálmsson hefur gert víðreist undanfarið.
 
Henley fær stuttan tíma til að aðlagast enda kom hann til Íslands laust fyrir kl. 18:00, í móttökusveitinni var m.a. Hairston sem kenndi Henley kerfin á leið þeirra frá Flugstöðinni og í Þorlákshöfn.
 
Mynd/ nonni@karfan.is – Henley í upphitun í Icelandic Glacial Höllinni.