Helena Sverrisdóttir og félagar í Good Angels Kosice urðu í dag slóvakískir meistarar í níunda sinn í röð þegar að liðið vann MBK Ruzomberok 72:41 og seríuna samtals 3-0. Sigurinn var aldrei í hættu eftir fyrsta leikhluta en þá tók Kosice-liðið öll völd á vellinum og leiddi í hálfleik, 38-21.
 
Helena skoraði fjögur stig í leiknum en stigahæst í liði englanna var Erin Lawless með 14 stig. Þá er það staðfest, fullkomið tímabil að baki hjá Good Angels í Slóvakíu, unnu alla deildarleiki sína!