Atlanta Hawks tóku 1-0 forystu í úrslitakeppninni gegn Boston í nótt með 83-74 sigri þar sem Rajon Rondo, leikstjórnanda Boston var hent út úr húsi fyrir að ,,bömpa" einn dómara leiksins. Rondo fékk dæmt á sig tæknivíti fyrir að mótmæla dómi og taldi það víst góðan leik að strunsa svo á eftir dómaranum og hnika við honum. Kappinn var umsvifalaust sendur út úr húsi.
Josh Smith fór mikinn í liði Hawks með 22 stig og 18 fráköst en hjá Boston voru Rondo og Garnett báðir með 20 stig. Garnett bætti einnig við 12 fráköstum og Rondon 11 stoðsendingum áður en hann lét henda sér út.
 
Úrslit næturinnar í NBA
 
San Antonio 106-91 Utah
San Antonio 1-0 Utah
 
LA Lakers 103-88 Denver
LA Lakers 1-0 Denver
 
Atlanta 83-74 Boston
Atlanta 1-0 Boston
 
Memphis 98-99 LA Clippers
LA Clippers 1-0 Memphis
 
Mynd/ Rondo lætur skapið hlaupa með sig í gönur þessi dægrin.
 
nonni@karfan.is