,,Það var alveg ljóst að málefni erlendra leikmanna yrðu til mikillar umræðu í kvöld og sum félög voru ekki endilega á þessari skoðum sem endanlega var samþykkt og þegar hefur verið greint frá. Niðurstaðan varð þó sú á endanum að mikill meirihluti fundarmanna samþykkti 3-2 regluna í úrvalseild karla og 4-1 regluna í úrvalsdeild kvenna og 1. deild karla," sagði Hannes S. Jónsson formaður KKÍ í samtali við Karfan.is í kvöld.
,,Nú liggur fyrir að stjórn KKÍ þarf að vinna úr þessum málum þar sem í rauninni þessu er vísað  til úrlausnar hjá sambandinu og við þurfum að skoða hvaða regluverk við setjum í kringum þessar samþykktir enda geta menn mögulega verið með fleiri erlenda leikmen en þessar reglur segja til um," sagði Hannes en hefur bikarkeppni KKÍ verið stefnt í voða með þessum samþykktum?
 
,,Það tel ég alls ekki, flest félögin sem spila í 1. deild karla  vildu sjá 4-1 í þeirri deild og þau hljóta að gera sér grein fyrir því að þetta gildir væntanlega í Lengjubikarnum og Poweradebikarkeppninni, þannig að ef lið i úrvalsdeild karla mætir liði í 1.deild karla þá er möguleiki að úrvalsdeildarfélögin verði með fleiri útlendinga inná en stjórn sambandins á enn eftir að klára þessa reglugerð og allt það sem fylgir reglugerð um félagaskipti," sagði Hannes.
 
,,Stjórn og starfsmenn sambandins tóku stuttan fund eftir formannafundinn til að fara yfir þessa nýju stöðu og við vonumst eftir því að geta verið klár með fullbúna reglugerð í félagaskiptum um mánaðarmótin maí/júní. Þessir nýju félagaskiptagluggar eru einnig ansi stór breyting og geta félög ekki haft nein félagaskipti í meistaraflokkunum frá 16.nóv-31.des og frá 1.feb út tímabilið."
 
nonni@karfan.is