Nú er hálfleikur í þriðju viðureign KR og Þórs úr Þorlákshöfn en það eru gestirnir sem leiða 40-40 í leikléi. Joshua Brown hefur farið fyrir KR og er með 16 stig, setti m.a. flautuþrist nánast frá miðju í lok annars leikhluta og minnkaði muninn í 10 stig. Hjá Þór er Govens með 13 stig og Darri Hilmarsson 9 en vinnslan á Darra minnir um margt á þungavinnuvél í hæsta gír.
Skotnýting liðanna í fyrri hálfleik
KR: Tveggja 37,9%, þriggja 33,3% og víti 92,3%
Þór Þorlákshöfn: Tveggja 59%, þriggja 33,3% og víti 64,2%
 
Mynd/ nonni@karfan.is – Grétar Ingi Erlendsson reynir hér skot í fyrri hálfleik sem Finnur Atli varði.