Nú er hálfleikur í fjórðu viðureign Stjörnunnar og Grindavíkur í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Staðan í leikhléi er 36-48 fyrir Grindavík þar sem J´Nathan Bullock hefur farið mikinn og er kominn með 21 stig í liði Grindvíkinga. Hjá Stjörnunni er Justin Shouse með 15 stig.
Heimamenn í Garðabæ brenndu af öllum níu þristunum sínum í fyrri hálfleik! Þá var Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur fluttur á brott með sjúkrabifreið en hann er að öllum líkindum ökklabrotinn. Kalla þurfti á sjúkrabifreið sem flutti Ólaf á brott en hann kvaddi ekki Ásgarð fyrr en hann var búinn að senda sínum mönnum tóninn eins og sést á meðfylgjandi mynd.
 
Skotnýting liðanna í hálfleik:
Stjarnan: Tveggja 57,6%, þriggja 0% (0 af 9) og víti 54,5%
Grindavík: Tveggja 53,8%, þriggja 38,4% og víti 71,4%
 
Nánar síðar…
 
nonni@karfan.is