Nú stendur yfir þriðja viðureign Grindavíkur og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express deildar karla en staðan í einvíginu er 2-0 Grindavík í vil. Deildarmeisturunum dugir sigur í kvöld til að tryggja sér sæti í úrslitum en nái Stjarnan sigri verður fjórði leikurinn í Ásgarði. 
– Lokatölur í Grindavík 65-82 og staðan 2-1 í einvíginu fyrir Grindavík.
 
– Mínúta til leiksloka og staðan 63-82… staðan er 2-1 í einvíginu fyrir Grindavík, fjórði leikur liðanna fer fram í Ásgarði þann 19. apríl næstkomandi.
 
– 2.40mín eftir af fjórða: 58-80, Cothran að smella niður teigskoti fyrir Stjörnuna. Hann hefur átt prýðilega spretti í kvöld 
 
– 4.30mín eftir af fjórða: 53-77 fyrir Stjörnuna og þetta er aðeins spurning um lokatölur, ljóst er að Stjarnan er hér að minnka muninn í 2-1 og fá tækifæri á heimavelli til að jafna einvígið!
 
– 7.35mín eftir af fjórða: 49-73 fyrir Stjörnuna og engin merki sjáanleg hjá heimamönnum um að þeir ætli sér nokkuð frekar í þessum leik. Stjarnan er með wise-grip á þessu og gefur það ekki eftir héðan í frá… eða hvað?
 
– Þriðja leikhluta lokið: 45-66 fyrir Stjörnuna sem vann þriðja leikhluta 11-20. Grindvíkingar eru fjarri sínu besta á meðan Garðbæingar berjast af hörku og fara eins langt og dómararnir leyfa, spila fast og eru ófeimnir við að fá villur.
 
– 1.30mín eftir af þriðja: 43-64 fyrir Stjörnuna og heimamenn í Grindavík eru vísast eiga þrjá verstu leikhluta tímabilsins!
 
– 2.44mín eftir af þriðja: Munurinn orðinn 20 stig! 39-59 fyrir Stjörnuna og Grindavík hefur aðeins gert fimm stig á rúmum sjö mínútum í þriðja leikhluta. 
 
– 4.30mín eftir af þriðja: 38-57, Jovan með þrist og Lindmets með körfu í teignum. Stjörnumenn láta engan bilbug á sér finna í Röstinni á meðan heimamenn eiga bágt með mótlætið.
 
– 5.48mín eftir af þriðja: 36-52 fyrir Stjörnuna sem voru að setja niður tvö víti þar sem Helgi Jónas var enda við að fá tæknivít dæmt á sig eftir samskipti sín við dómara leiksins en heimamenn í Grindavík hafa látið óánægju sína með dómgæsluna í kvöld vel í veðri vaka. 
 
– Síðari hálfleikur er hafinn og Stjarnan leiðir 34-48. Fáum ekki betur séð en að einbeitingarskortur hrjái heimamenn, brenndu af tveimur fyrstu skotum sínum í síðari hálfleik uppi við körfuna.
 
– Skotnýting liðanna í hálfleik:
Grindavík: Tveggja 36,3%, þriggja 28,5% og víti 85,7%
Stjarnan: Tveggja 57,1%, þriggja 44,4% og víti 83,3%
 
– Hálfleikur: 34-46 fyrir Stjörnuna. Garðbæingar unnu annan leikhluta 17-25 og voru mun harðari. Heimamenn í Grindavík eru ósáttir við dómgæsluna og finnst á sig hallað. Þorleifur og Watson eru með 7 stig hjá gulum en Bullock er ekki með ofurmennisskikkjuna sína með sér, amk. ekki þessar fyrstu 20 mínútur leiksins. Hjá Stjörnunni hefur Shouse skorað 11 stig og þeir Keith og Marvin bætt við 8.
 
– 1.00mín eftir af öðrum: 34-41, Þorleifur að smella niður þrist fyrir gula en heimamenn í Grindavík eru æfir yfir dómgæslunni í kvöld og finnst verulega á sig hallað í fyrri hálfleik.
 
– 3.10mín eftir af öðrum: 31-41, munurinn kominn upp í tíu stig og Garðbæingar mun ferskari hér í Röstinni. 
 
– 4.21mín eftir af öðrum: 38-34 fyrir Stjörnuna og menn fá að kljást og Garðbæingar virðast höndla það betur á meðan heimamenn liggja í dómurum leiksins og biðja um villur. Línan sem dómararnir hafa lagt leyfir töluvert, sjáum hvert það leiðir.
 
– 6.28mín eftir af öðrum: 24-29 fyrir Stjörnuna og Siggi Þorsteins að fá sína þriðju villu í liði Grindavíkur og gulir mótmæla ákaft en Pettinella er kominn inn á nýjan leik fyrir Sigga.
 
– 7.32mín eftir af öðrum: 20-29 fyrir Stjörnuna, Garðbæingar opna annan leikhluta með 3-8 dembu og Helgi splæsir í leikhlé fyrir Grindvíkinga.
 
– 9.00mín eftir af öðrum: Páll Axel opnaði með þrist fyrir Grindvíkinga og annar leikhluti byrjar með látum.
 
– Fyrsta leikhluta lokið: 17-21 fyrir Stjörnuna. Shouse með 7 stig hjá gestunum sem og Watson í liði Grindavíkur. Lindmets hefur verið öflugur í fyrsta leikhluta og þá er Keith Cothran með líflegra móti hjá bláum.
 
– 1.14mín eftir af fyrsta: 15-17 fyrir Stjörnuna og Óli Óla að fá dæmda á sig óíþróttamannslega villu í liði Grindavíkur fyrir brot á Renato Lindmets.
 
– 2.00mín eftir af fyrsta: 15-16 og Justin að koma Stjörnunni yfir með þriggja stiga körfu. 
 
– 4.10mín eftir af fyrsta: 11-11 og gestirnir búnir að jafna. Lindmets að berjast vel í liði Stjörnunnar svona á upphafsmínútunum og Watson hvað beittastur í liði Grindvíkinga.
 
– 5.58mín eftir af fyrsta: Siggi Þorsteins af velli hjá Grindavík með 2 villur og inn kemur Ryan Pettinella. Staðan 9-7 fyrir gula.
 
– 7.00mín eftir af fyrsta: 6-5 fyrir Grindvíkinga og varnarleikurinn er í brennidepli. 
 
– 2-1 eftir tveggja mínútna leik, þetta fer rólega af stað…
 
– Byrjunarliðin:
Grindavík: Giordan Watson, Þorleifur Ólafsson, Jóhann Árni Ólafsson, J´Nathan Bullock og Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
Stjarnan: Justin Shouse, Keith Cothran, Marvin Valdimarsson, Guðjón Lárusson og Renato Lindmets.
 
– Dómarar leiksins eru þeir Davíð Hreiðarsson og Jón Guðmundsson