Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar hennar í Good Angels Kosice hófu úrslitarimmu sína við MBK í fyrir nokkrum dögum og höfðu betur í fyrsta leik á heimavelli, 78-68.  Good Angels byrjuðu leikinn mun betur sem  varð þó spennandi og skiptust liðin á að leiða leikinn. Helena skoraði 8 stig í leiknum og hirti 2 fráköst á þeim 21 mínútu sem hún spilaði. Good Angels leiða nú einvígið 1-0 og næsti leikur er  í kvöld, 21. apríl.  Liðin mætast þá á heimavelli MBK sem hafa aðeins tapað tveimur leikjum á heimavelli í vetur, báðir gegn Good Angels.  
Hér má sjá helstu sóknartilburði Good Angels í leiknum með einstaklega fögru rokki frá Slóvakíu undir.