Fjölnismaðurinn Björgvin Hafþór Ríkharðsson er Gatorade-leikmaður lokaumferðarinnar í deildarkeppni Iceland Express deildar karla. Seint koma sumir en koma þó, við hefðum vissulega getað verið fyrr á ferðinni með þessa útnefningu en hér er hún þó komin. Björgvin vann sér það helst til tekna í lokaumferðinni að smella niður einni troðslu með vinstri í mögnuðum leik gegn Keflavík.
Björgvin fékk sénsinn með Fjölni í vetur þegar Árni Ragnarsson meiddist og tækifærið nýtti kappinn til hins ítrasta og undir lok tímabilsins skipaði hann sér á sess með lykilmönnum liðsins. Í lokaumferðinni gegn Keflavík skoraði Björgvin 17 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Við höfum fyrir nokkru síðan hlekkjað á troðsluna hans Björgvins en látum hana fylgja hér aftur.
 
Gatorade-leikmenn umferðanna: