Í kvöld mætast KR og Þór Þorlákshöfn í sínum fyrsta leik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 í DHL höllinni og því ekki úr vegi að líta aðeins á fyrri viðureignir liðanna í vetur.
KR 90-84 Þór Þorlákshöfn (IEX deildin)
Nýliðarnir fengu verðugt verkefni þegar þeir mættu í DHL höllina í fyrstu umferð Íslandsmótsins þann 13. október 2011. KR vann leikinn 90-84 en þá var liðsmyndin töluvert önnur. Edward Horton var t.d. stigahæstur hjá KR og Mike Ringgold var enn í herbúðum Þórsara. Horton og Ringgold hefur verið skipt út eins og allir vita og aðrir menn komnir í staðinn.
 
Í Lengjubikarnum drógust liðin saman í A-riðil.
 
KR 95-94 Þór Þorlákshöfn
Drama, framlengt og KR hafði sigur er liðin mættust í fyrsta leiknum sínum í Lengjubikarnum 30. október. Edward Lee Horton gerði sigurstigin þegar sekúnda lifði leiks.
 
Þór Þorlákshöfn 72-60 KR
20. nóvember mættust liðin í sínum öðrum leik í Lengjubikarnum og Þór hafði sigur með 12 stiga mun sem tryggði þeim sigur í riðlinum. Hér eru liðin búin að mætast þrisvar sinnum, KR með tvo sigra og Þór einn og enn með sama mannskap sem hóf leiktíðina.
 
Aftur snúm við okkur að Iceland Express deildinni og liðin mættust þá 19. janúar þegar síðari umferð deildarinnar hófst. Leikið var í Þorlákshöfn og mannabreytingarnar þegar orðnar á liðunum. Tairu og Horton farnir frá KR og inn komnir Ferguson, Sencanski og Brown. Hjá Þór voru Janev og Hairston komnir inn fyrir Ringgold og Latinovic.
 
Þór Þorlákshöfn 73-80 KR
Brown gerði 22 stig fyrir KR í leiknum en Hairston 21 í liði Þórs.
 
KR og nýliðar Þórs hafa því mæst fjórum sinnum á leiktíðinni. KR hefur unnið þrjá leiki og Þór einn, Þór á s.s. enn eftir að vinna KR á Íslandsmótinu.
 
Ef við lítum á liðin og þeirra helstu tölur:
 
Þór Þorlákshöfn
25 leikir á Íslandsmótinu að úrslitakeppninni meðtalinni. Nýliðarnir gera 84,3 stig að meðaltali í leik en andstæðingar þeirra skora að meðaltali 80,2 stig gegn þeim. Þór er með 49,7% tveggja stiga nýtingu, 32,4% þriggja stiga nýtingu og 69,,2% vítanýtingu.
 
KR
24 leikir á Íslandsmótinu, KR þurfti ekki oddaleik í 8-liða úrslitum og því hefur Þór leikið einum leik meira en vesturbæingar. KR er með 52,9% nýtingu í teignum, 33,3% nýtingu í þriggja og 70,7% vítanýtingu. KR skorar 89,3 stig að meðaltali í leik en andstæðingar þeirra 83,4.
 
Mynd/ Frá fyrsta leik KR og Þórs þetta tímabilið.
 
nonni@karfan.is