Friðrik Stefánsson mun koma til með að spila með Njarðvík í kvöld í leik númer tvö gegn Grindavík. Þetta staðfesti Friðrik Ragnarsson þjálfari Njarðvíkinga nú í hádeginu. Friðrik ætti að vera flestum kunnugur og kemur kannski ekki á óvart að Njarðvíkingar kalli í sinn stórakall þar sem vissulega vantar klett í miðjuna gegn þungavigtamönnum Grindvíkinga.
 "Hann er í ágætis standi og er búin að vera að mæta á nokkrar æfingar hjá okkur en við sjáum til hvernig við notum hann í kvöld." sagði Friðrik Ragnarsson en fremur.  
 
Friðrik Stefánsson tjáði Karfan TV að hann ætti líkast til eftir að nýta allar sínar 5 villur í kvöld og viðurkenndi einnig að hann væri svo sem ekkert í topp formi.  Viðtal við bæði Friðrik Ragnars og Stefáns er hægt að sjá á Karfan TV.
 
Fróðlegt verður að fygljast með hvernig "gamla" kallinum reiðir af gegn Pettinella og Sigurði Þorsteinssyni í kvöld en Njarðvíkingar þurfa á sigri að halda til að knýja oddaleik.