Í dag verða fjórir Íslandsmeistarar krýndir í Ljónagryfjunni í Njarðvík í dag þegar keppni í 9. flokki stúlkna, 10. flokki drengja, stúlknaflokki og drengjaflokki lýkur á Íslandsmótinu. Á föstudag og í gær fóru undanúrslitin fram og líta úrslitin í dag svona út:
11:00 – 9.flokkur stúlkna:
Keflavík – Grindavík
 
13:00 – 10.flokkur drengja:
Haukar – Njarðvík
 
15:00 – Stúlknaflokkur:
Njarðvík – Keflavík
 
17:00 – Drengjaflokkur:
Breiðablik – KR
 
Njarðvíkingar sýna beint frá leikjunum, sýningarnar má nálgast hér og þá eru leikirnir vitaskuld í beinni tölfræðilýsingu á www.kki.is