Snæfell/Skallagrímur tóku á móti Fjölni í unglingaflokki karla í Stykkishólmi en þetta var frestaður leikur.
Fjölnismenn sem voru að komast í úrslitin, voru sprækari mest allann leikinn með smá skorpum frá
Snægrími (Snæfell/Skallagrími). Fjölnir leiddi 11-18 eftir fyrsta hluta og voru Snægrímingar að henda
boltanum frá sér of oft.
Fjölnir komst í 12-24 strax í upphafi annars hluta og sköpuðu sér þá forystu sem þeir höfðu mest yfir í leiknum. Staðan 23-40 í hálfleik fyrir Fjölnir sem voru mun sterkari með meira skipulag á sínum leik og höfðu meiri breidd en Snægrímur sem voru einungis sjö á blaði og voru undir 47-63 eftir þriðja hluta. Snægrímur áttu þá 9-0 áhlaup sem saxaði á forystu Fjölnis 55-63. Nær komust þeir ekki þrátt fyrir góðar tilraunir og Fjölnir smelltu tveimur þristum fyrir 60-74 og of lítið eftir fyrir heimamenn að gera atlögu. Fjölnir sigraði 67-82 og eru sem fyrr sagði komnir í úrslitakeppni unglingaflokks karla en Snægrímur höfðu ekki að því að keppa í kvöld.
 
Hjá Snæfell/Skallagrím var Davíð Guðmundsson atkvæðamestur með 20 stig og Egill Egilsson með 16 stig.
Í liði Fjölnis var Arnþór Freyr Guðmundsson með 22 stig.
 
 
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín