Bikarmeistarar Njarðvíkur geta í kvöld orðið Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í efstu deild kvenna þegar þær taka á móti Haukum kl. 19:15 í þriðju úrslitaviðureign liðanna. Staðan í einvíginu er 2-0 Njarðvík í vil og þurfa grænar því aðeins einn sigur til viðbótar.
Dramadrottningarnar í Njarðvík tóku 1-0 forystu í Ljónagryfjunni er þær áttu magnaðan fjórða leikhluta en í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði í öðrum leiknum var meiri munur á liðunum þegar Njarðvík tók 2-0 forystu.
 
Njarðvík lék einnig til úrslita í fyrra og töpuðu þá 3-0 gegn Keflavík og ef grænar vinna í kvöld verður það aðra leiktíðina í röð sem úrslitaserían fer 3-0.