Deildarmeistarar Grindavíkur taka á móti Stjörnunni í kvöld í þriðju viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Vinni Grindavík kemst liðið í úrslit.
Staðan í einvíginu er 2-0 Grindavík í vil eftir dramatískan sigur í Ásgarði í öðrum leik liðanna. Garðbæingar léku þá án Fannars Helgasonar sem verður einnig í banni í kvöld. Takist Stjörnunni að vinna verður fjórði leikur liðanna í Ásgarði og þá verður Fannar orðinn löglegur á nýjan leik.
 
Leikir liðanna til þessa:
Leikur 1: Grindavík 83-74 Stjarnan (1-0 fyrir UMFG)
Leikur 2: Stjarnan 68-71 Grindavík (2-0 fyrir UMFG)