Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ tók fyrir í dag kæru þar sem Kkd. Keflavíkur kærði Fannar Frey Helgason, leikmann Stjörnunnar, fyrir agabrot í þriðja leik Stjörnunnar og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Iceland Express-deildar karla fimmtudaginn 5. apríl.
 
Nefndin dæmir Fannar Frey Helgason í tveggja leikja bann og tekur bannið gildi strax. Fannar er því í banni í kvöld og í þriðja leiknum gegn Grindavík.