Í kvöld getur kvennalið UMFN orðið Íslandsmeistari í úrvalsdeild kvenna í fyrsta sinn. Staðan í einvígi þeirra gegn Haukum er 2-0 grænum í vil og sigur í kvöld tryggir þeim titilinn. Ef Njarðvíkingar vinna í kvöld verður ekki ofsögum sagt að 11. apríl sé dagurinn þeirra því félagið varð síðast Íslandsmeistari á heimavelli einmitt 11. apríl árið 1991.
Síðan þennan örlagaríka dag 11. apríl fyrir 21 ári síðan hafa Njarðvíkingar ekki orðið Íslandsmeistarar á heimavelli þrátt fyrir að hafa unnið þann stóra sex sinnum síðan þá. Titillinn hefur allar götur síðan farið á loft á útivelli hjá grænum.
 
Árið 1991 varð Njarðvík Íslandsmeistari eftir 84-75 sigur á Keflavík í oddaleik í Ljónagryfjunni. Njarðvík lenti 2-1 undir í einvíginu en grænir jöfnuðu á Sunnubrautinni 2-2 og fögnuðu svo Íslandsmeistaratitlinum í Ljónagryfjunni 11. apríl. Er 11. apríl dagur Njarðvíkinga til að spila um titil á heimavelli, það kemur í ljós í kvöld.
 
Mynd/ tomasz@karfan.is

nonni@karfan.is