Í nótt fóru ellefu leikir fram í NBA deildinni. LA Clippers skelltu Oklahoma og Washington Wizards unnu athyglisverðan útisigur á toppliði austurstrandarinnar og það á útivelli. Bulls tróna á toppi austursins en Wizards eru í næstneðsta sæti!
Chicago Bulls 84-87 Washington Wizards
Kevin Seraphin fór fyrir Wizards með 21 stig og 13 fráköst og John Wall bætti við 16 stigum og 5 stoðsendingum. Hinn 34 ára gamli Rip Hamilton fór fyrir Bulls í fjarveru Rose og Deng en Hamilton gerði 22 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þá bætti Boozer við 16 stigum og 13 fráköstum.
 
LA Clippers 92-77 Oklahoma City Thunder
Fimm liðsmenn Clippers gerðu 11 stig eða meira í leiknum og þar fór Nick Young fremstur í flokki með 19 stig af bekknum. Chris Paul bætti við 12 stigum og 10 fráköstum og Blake Griffin gerði 17 stig, tók 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Oklahoma var Kevin Durant með 24 stig og 5 fráköst og Ibaka bætti við 12 sitgum og 8 fráköstum.
 
Utah 123-121 Dallas
Dirk Nowitzki var með 40 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar í liði Dallas en það dugði ekki til. Jason Terry bætti svo við 27 stigum af bekknum hjá Dallas og lék í heildina manna mest eða í tæpar 54 mínútur. Al Jefferson var ekkert að gantast í nótt með 28 stig og 26 fráköst í liði Utah, Gordon Hayward kom honum næstur með 24 stig og 5 stoðsendingar. Dramatíkina vantaði ekki í leikinn og eftir tvær framlengingar var staðan 111-111 en í þriðju framlengingunni reyndust Utah sterkari og kláruðu leikinn á vítalínunni.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Toronto 87-109 Atlanta
Charlotte 67-75 New Orleans
Orlando 113-100 Philadelphia
Indiana 111-88 Minnesota
New Jersey 98-101 Miami
Houston 102-105 Denver
Phoenix 125-107 Porland
Golden State 99-120 San Antonio
 
Staðan í NBA deildinni
2011-2012 CONFERENCE REGULAR SEASON STANDINGS
EASTERN CONFERENCE
Eastern W L PCT GB CONF DIV HOME ROAD L 10 STREAK
Chicago1c 46 15 0.754 0.0 35-9 11-1 24-7 22-8 6-4 L 1
Miami2se 43 17 0.717 2.5 33-10 9-3 25-4 18-13 6-4 W 3
Indiana3x 39 22 0.639 7.0 26-17 7-3 21-8 18-14 9-1 W 5
Boston4x 36 25 0.590 10.0 29-14 8-5 21-9 15-16 7-3 W 2
Atlanta5x 36 25 0.590 10.0 29-16 11-3 19-9 17-16 6-4