Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt, drama í herbúðum Orlando Magic og Chicago Bulls lögðu Boston Celtics án hjálpar leikstjórnandans Derrick Rose.
Orlando 80-96 New York
Carmelo Anthony gerði 19 stig og tók 8 fráköst í liði New York. Hjá Orlando var Jason Richardson með 16 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Illt blóð er nú í herbúðum Orlando en skömmu fyrir leik uppljóstraði Stan Van Gundy þjálfari Orlando að Dwight Howard, stjörnuleikmaður liðsins, vildi sig af þjálfarastól. Howard hefur neitað þessum áskökunum opinberlega.
 
Detroit 99-94 Washington
John Wall gerði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar í liði Washington en hjá Detroit voru fimm leikmenn liðsins með 11 stig eða meira og þeirra atkvæðamestur var Greg Monreo með 18 stig og 7 fráköst.
 
Chicago 93-86 Boston
Luol Deng gerði 26 stig og Joakim Noah bætti við 17 stigum og 9 fráköstum, góður sigur hjá Bulls án Derrick Rose. Hjá Boston var Paul Pierce með 22 stig og 8 fráköst og Rajon Rondo bætti við 10 stigum og 12 stoðsendingum.
 
Sacramento 85-93 LA Clippers
Randy Foye var stigahæstur hjá Clippers með 20 stig og þeir Caron Butler og Blake Griffin bættu báðir við 14 stigum. Hjá Sacramento var Isaiah Thomas stigahæstur með 17 stig.
 
Mynd/ Luol Deng fór fyrir Bulls í fjarveru Derrick Rose
 
nonni@karfan.is