Eins og þau tíðindi sem nú hafa komið út af formannafundi KKÍ hafa í för með sér er ekki annað að sjá en að bikarkeppni KKÍ hafi verið gerð illviðráðanlegri fyrir neðrideildarlið. Í úrvalsdeild verður s.s. heimilt að hafa tvo erlenda leikmenn á vellinum í hverju liði miðað við þær fréttir sem nú berast af formannafundi en aðeins einn leikmann í 1. deild karla.
Lið í úrvalsdeild og 1. deild eru jú saman í pottinum þegar dregið er í bikarkeppni KKÍ og má öllum ljóst vera að nú verður leikurinn ójafn þegar 1. deildarliðin mæta með einn erlendan leikmann gegn úrvalsdeildarliði sem hefur tvo erlenda leikmenn og voru nú flestar þessar viðureignir ójafnar fyrir.
 
Nánari tíðinda af Formannafundi KKÍ er að vænta og þá skýrist væntanlega betur hvort einhver sérákvæði verði látin gilda um bikarkeppnina eða ekki.
 
nonni@karfan.is