KR heldur í Þorlákshöfn í kvöld og mætir þar heimamönnum í Þór í annarri undanúrslitaviðureign liðanna í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.
 
Fyrsta viðureign liðanna í DHL-höllinni var hjartastyrkjandi í meira lagi, Down Town Brown kláraði þá Þórsara með þriggja stiga körfu og skildi eftir 0,21 sek á klukkunni. Staðan í einvíginu er því 1-0 KR í vil en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaseríuna.