Í kvöld fer fram önnur úrslitaviðureign Þórs úr Þorlákshöfn og Grindavíkur í baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Að þessu sinni er leikið í Þorlákshöfn og hefst fjörið kl. 19:15. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.
Grindavík leiðir einvígið 1-0 eftir háspennusigur í Röstinni, 93-89. Í þessum fyrsta leik náði Grindavík mest 17 stiga forystu en Þórsarar börðu sér leið inn í leikinn að nýju og úr varð magnaður endasprettur. Hvað verður í kvöld?
 
Leikur 1:
93-89 (Grindavík 1-0 Þór Þorlákshöfn)
Stig af bekk hjá Grindavík: 12
Stig af bekk hjá Þór: 20
Stig í teig Grindavík: 48
Stig í teig Þór: 36
 
Sé tekið mið af umfjölluninni um fyrsta leik liðanna munu netheimar ekki síður loga í kvöld og fjölmargir með beinar textalýsingar frá leiknum, beint í sjónvarpi, myndasöfn, viðtöl og allur pakkinn.
 
Fjölmennum á völlinn!