Fulltrúar leikmannasamtaka NBA-deildarinnar í körfuknattleik og fulltrúar liðseigenda eru eftir sáttafund í gær nákvæmlega engu nær því að ná samkomulagi í kjaradeilunni sem ógnar komandi leiktíð í NBA-boltanum. Útlit er fyrir að gripið verði til þess á næstu dögum að fresta fyrstu umferðum deildarkeppninnar og virtir og dugani umboðsmenn leikmanna hafa hvatt til þess að leikmannasamtökin verði leyst upp. Sport.is greinir frá í dag.
Deilendur settust enn eina ferðina að samningaborðum í New York í gær og þrátta nú í kappi við tímann; áætlað er að NBA-liðin hefji undirbúniningstímabilið 3.október og fyrstu deildarleikirnir eiga að fara fram 1.nóvember. Hins vegar ber enn það mikið á milli leikmannasamtakanna og eigendanna að nánast ógerningur er að forðast frestun leikja og sumir vilja meina að blása verði leiktíðina af eins og hún leggur sig.