Eins og allir vita er íþróttahúsið á Sauðárkróki – Síkið, í mikilli yfirhalningu þessa dagana en verið er að skipta um gólfefni og langþráðu parketgólfi skipt inn fyrir gúmmídúkinn, sem kominn er á tíma. En ekki nóg með það, heldur er líka verið að mála búningsherbergi og dytta að sturtuklefum. Það mun því nánast nýtt hús opna innan tíðar.
Körfuknattleiksdeildin undir stjórn Geira Eyjólfs sá um að rífa dúkinn upp af gólfinu og hreinsa það fyrir parketlögn en skömmu síðar komu verktakarnir og hófu vinnu við lagningu parketsins og hefur sú vinna gengið vonum framar.
 
Nánar um nýja parketið í Skagafirði hér

Tengt efni:
Stólarnir loka hringnum: Úrvalsdeildin parketlögð í vetur