Í kvöld fer fram úrslitakvöld Reykjavíkurmóts karla en þrír leikir verða á dagskránni í Seljaskóla. Það verða KR og Fjölnir sem leika til úrslita en leikurinn um 5. sætið hefst kl. 18.00 með viðureign Vals og Ármanns.
Úrslit Reykjavíkurmótsins í kvöld, Seljaskóli:
 
18.00: Valur-Ármann
19.20: Þór Þorlákshöfn-ÍR
20.45: KR-Fjölnir

Þá er einn leikur í Reykjanesmóti karla þegar Grindavík tekur á móti Haukum kl. 19.15 í Röstinni.