Þrír leikir voru á dagskrá á EM í dag þegar keppni í milliriðlum hófst. Allir leikir dagsins voru sannkallaðir stórleikir.
Litháar unnu Serbana 100-90 þar sem Mantas Kalnietis var stigahæstur með 19 stig og hinn ungi Jonas Valanciunas setti 18. Hjá Serbum Nenad Kristic með 21 stig og þeir Milos Teodosic og Dusko Savanovic settu 16 hvor.
 
Frakkar eru áfram taplausir á mótinu en þeir unnu mikilvægan sigur á Tyrkjum í dag 68-64. Tyrkir áttu innkast á vallarhelmingi Frakka þegar um fimm sekúndur voru eftir af leiknum og munurinn var þrjú stig. Tyrkir náðu ekki að koma boltanum inná völlinn og Frakkar kláruðu leikinn á línunni. Stigahæstur hjá Frökkum var Tony Parker með 20 stig og Nicolas Batum bætti 16 stigum. Hjá Tyrkjum var Hedo Turkoglu með 13 stig og Emil Preldzic var með 11 stig.
 
Spánverjar unnu Þjóðverja 77-68. Bræðurnir Marc og Pau Gasol voru stigahæstir með 24 og 19 stig fyrir Spánverja. Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Þjóðverjum með 19 stig og Chris Kaman var með tvennu 15 stig og 12 fráköstum.
 
Staðan í E-riðli eftir leiki dagsins:
1. Frakkland 6 stig
2. Spánn 5 stig
3. Litháen 5 stig
4. Serbía 4 stig
5. Tyrkland 3 stig
6. Þýskaland 2 stig
 
Mynd: Frakkar eru sjóðandi heitir þessa dagana

emil@karfan.is